Guðný Rósa Ingimarsdóttir

Smelltu á myndina til að stækka

Smelltu á myndina til að stækka
Smelltu á myndina til að stækka Smelltu á myndina til að stækka

[Ferilskrá]

Á vegg í skrifstofurými sýnir Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Verk hennar eru samansett af endurteknum snertingum. Annars vegar er snertingin sýnileg á myndbandi en hinsvegar viðloðandi á tveimur teygjuverkum eftir meðhöndlun. Guðný Rósa útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 en stundaði síðan framhaldsnám í fjögur ár í Belgíu, síðast sem einn styrkþega "Atelier de structure de Tapta, Stephan Gilles et Jean Gilbert" í Tournai.

Guðný Rósa er búsett og starfar í Brussel og undirbýr um þessar mundir einkasýningu í "Musée de la tappisserie de Tournai". Hún mun einnig verða annar fulltrúa frönskumælandi Belgíu á Alþjóðlega textíl þríæringnum í Lodz, Póllandi næsta sumar.