Í verki Viktoríu Guðnadóttur PRIDE gerist nokkuð einfalt: hópur af fólki flæðir í gegnum annan hóp af fólki.

                                  

                                   áhorfandi / sjónarspil / áhorfandi

 

Jaðarhóparnir standa sitt hvoru megin við straum af fólki; til stuðnings, forvitnir, bíðandi og horfandi. Hóparnir eru tengdir, en á mismunandi hátt. Sem áhorfendur förum við í  hlutverk sýnilega hópsins sem gengur á milli “Hinna.”

Við horfum á þá skoða okkur.  Eftir örfáar mínútur sjáum við bregða fyrir einkennum í áhorfendahópnum sem bera með sér eðli göngunnar og þar með eðli hlutverks okkar í þessu verki. Fáni í regnbogalitunum opinberar að myndavélin, þ.e.a.s. VIÐ, erum þátttakendur í íslensku Gay Pride göngunni.

 

Það er líka vandræðalegt að vera í þessum sýnilega hópi.  Um leið og vídeóinnsetningin gagntekur okkur erum við minnt á önnur sýnileg augnablik, á mögleikan á sönnum sýnileika og að þessi hópur er auðsjáanlega ekki bara að grípa tækifærið.  Upp í hugann kemur mynd af stórkostlegum skrúðgöngum sem við höfum kannski séð í sjónvarpinu, kannski minnir það okkur á setuliðsmenn sem reyna að samsama sig menningu fjöldans – færa kærkomna tilbreytingu inn í annars hversdagslegt líf.  Okkur verður hugsað til hóps af hermönnum eða jafnvel stríðsföngum.  En þegar við berum þær aðstæður saman við þessar sem við finnum okkur í núna, gangandi á milli raða þeirra “eðlilegu,” þeirra sem stara á okkur, þeirra sem snúa sig næstum úr hálsliðunum til að horfa á okkur, efumst við um eigin styrk.  Þegar það virðist nóg fyrir okkur að ganga á milli þeirra, hvers vegna erum við þá svona þæg? PRIDE fær okkur til að upplifa augnablik þrungin þýðingu og auðsveipni.

 

Í “Once Upon a time” segir Viktoría Guðnadóttir okkur aðra sögu án mynda.  Hún er almenn upplifum sem hvaða amma og ömmustelpa mundu kannast við.  Við sjáum að sagan er aðeins staðreyndir, rúin öllum sálfræðilegum blæbrigðum, bara skýrustu línurnar eftir.  Okkur langar til að mótmæla og segja: “Hvar er kaflinn um sameiginlegar stundir í eldhúsinu, um lautarferðina, um það þegar við villtumst í skóginum?”  Vegna þess að í þessari sögu lifir amman bara og síðan deyr hún, líf svipt öllu sem hefur einhverja merkingu.  “Af hverju nefnir stelpan barnið sitt eftir ömmunn?” hugsum við þegar við höfum engar upplýsingar um hvað veldur því. “Once Upon a Time” stillir okkur upp við auða töflu, sem verður aldrei auð.  Við leggjum sjálf til reynsluna í hlutverki okkar sem áhorfendur.

 

Debra Solomon

Lektor, Dutch Art Institute