Laugardaginn 8. mars, 2003 - Menning

Samþætt verk úr steinsteypu og raftónlist

ÁSMUNDUR Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýningu á steypuverki í Galleríi Hlemmi, Þverholti 5. Verkið er unnið í steinsteypu og önnur efni sem notuð eru við nýbyggingar og/eða viðhald gamalla húsa.

 

ÁSMUNDUR Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýningu á steypuverki í Galleríi Hlemmi, Þverholti 5. Verkið er unnið í steinsteypu og önnur efni sem notuð eru við nýbyggingar og/eða viðhald gamalla húsa. Hluti verksins er myndbandsupptaka af uppsetningu verksins en það er samvinnuverkefni Ásmundar, kvikmyndagerðarmannsins Bradley Grey og tónlistarmannsins Péturs Eyvindssonar.

Ásmundur hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. Pétur er rafrænn tónlistarmaður sem hefur komið fram um árabil ásamt hljómsveit sinni, Vindva Mei. Hann hefur undanfarið einnig komið fram einn síns liðs undir nafninu DJ Musician og hefur lag hans "Jolly Good Techno" verið spilað á undan fótboltaleikjum þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlin á heimavelli þeirra Olympia Stadion.

Sýningin stendur til mánaðamóta og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18.


© Morgunblaðið, 2003