Föstudaginn 29. ágúst, 2003 - Menning

Ljósakrónur í kreppu og líkamlegar sveigjur - mynd 1  Ljósakrónur í kreppu og líkamlegar sveigjur - mynd 2 

 

 

Ljósakrónur í kreppu og líkamlegar sveigjur

HÚN er björt og norrćn yfirlitum og alls ekkert lík fyrirmyndinni, Grace Jones. Guđrún Benónýsdóttir setti sjálfa sig í hlutverk Grace eins og hún birtist okkur í frćgri ljósmynd sem tískukóngurinn Jean-Paul Gaultier lét taka af söngstjörnunni.

 

HÚN er björt og norrćn yfirlitum og alls ekkert lík fyrirmyndinni, Grace Jones. Guđrún Benónýsdóttir setti sjálfa sig í hlutverk Grace eins og hún birtist okkur í frćgri ljósmynd sem tískukóngurinn Jean-Paul Gaultier lét taka af söngstjörnunni. Ljósmynd Guđrúnar er eitt fjögurra verka hennar á sýningu sem nú stendur yfir í Galleríi Hlemmi. Annađ verk líkamlega tengt ljósmyndinni er fagurlega sveigđur postulínsháls, viđkvćmur í sínu ótengda ástandi viđ líkama og höfuđ, og birtist aftur í Guđrúnu-Grace á myndinni.

Guđrún Benónýsdóttir er myndlistarmađur og leikmyndahönnuđur ađ mennt, tiltölulega nýkomin heim úr námi, og hefur aldrei sýnt hér heima fyrr. Stćrri verkin tvö bera ţessum bakgrunni vitni og eru bćđi "leikmyndaleg og dramatísk", eins og hún segir sjálf og bćtir ţví viđ ađ hún sé stöđugt ađ fćra sig nćr mörkum leikmyndar og listar í verkum sínum.

Ţetta eru tvćr stórar ljósakrónur sem eiga hvor um sig í svolítilli kreppu. Báđar eru ţćr viđ ţađ ađ bráđna - hvor á sinn hátt, innanfrá og utanfrá. Önnur ljósakrónan er eins og fangi í viđjum kristalsins sem umvefur hana, en um leiđ brćđir ljósiđ kristalinn og hann lekur niđur í gulliđ haf á gólfinu. Hin skilur eftir sig sjálflýsandi peruvax í ljósastćđinu, vax sem lekur niđur eftir stjökunum. Hún er líka eins konar fangi, - föst í ţungri keđju sem vill draga hana niđur á gólf.

"Ég er spennt fyrir fegurđarhugtakinu og ţví ađ nota hluti sem auđvelt er ađ falla fyrir. Kristalsljósakróna er eitthvađ sem allir falla fyrir," segir Guđrún. "Ţetta er líka svolítiđ "kitsch", ţví kristallinn er í raun og veru plast. Á hinni ljósakrónunni var upphaflega engin keđja. Ég bćtti henni viđ núna, og held ađ ég hafi viljađ tengja ljósiđ jörđinni á dramatískan og leikrćnan hátt. Ljósakrónan er ađ vaxa og formiđ ađ gliđna. Hálsinn og ljósmyndin eru líkamlegri verk. Ég hef alltaf veriđ hrifin af ţessari stellingu hennar Grace Jones og langađi til ađ apa ţetta eftir henni. Ţađ er eins og ég stroki hana út. Hjá henni eru alls konar tilvísanir í svartan poppkúltúr, hugmyndir um afríska ímynd eđa líkneski - kannski popplíkneski, en ég er allt öđruvísi, - frekar eins og rússnesk poppstjarna, eins og einhver sagđi viđ mig. Mín mynd verđur allt öđruvísi. Ţađ má líka líta á ţetta sem líkamlegan skúlptúr - hér er líkaminn í hálffáránlegri stellingu og skapar ţennan lokađa hring milli handleggs og fótleggs."

Guđrún Benónýsdóttir stundađi nám sitt bćđi í París og Ósló og útskrifađist úr Listaakademíunni ţar áriđ 2000. Samhliđa listnáminu vann hún viđ kvikmyndir sem leikmyndamálari en er nú einn ţeirra listamanna sem standa ađ nýja galleríinu Kling og bang.

Sýningu Guđrúnar í Galleríi Hlemmi lýkur á sunnudag.


© Morgunblađiđ, 2003